„Erum eiginlega alltaf í vinnunni“

„Við erum eiginlega alltaf í vinnunni. Þegar við vöknum á morgnana og sofnum á kvöldin erum við yfirleitt að ræða um einhverja hönnun eða hvað við ætlum að gera næst,“ segir Ágústa Magnúsdóttir, sem rekur hönnunar- og framleiðslufyrirtæki ásamt manni sínum Gústav Jóhannssyni en þau selja mest til útlanda og fjallað hefur verið um vörur fyrirtækisins í virtum erlendum fjölmiðlum á borð við New York Times, Tatler Magazine og Vogue.

Rætt er við hjónin í þætti vikunnar af Fagfólkinu. Ágústa er húsgagnahönnuður en Gústav er húsgagnasmiður og þau smíða allt frá litlum snögum upp í stærri mublur á borð við stóla og borð. 

„Þessi hugmynd um að vera með hönnun og smíði á sama stað er vel þekkt í Bandaríkjunum,“ segir Gústav en fyrirtækið er staðsett í Súðavogi eftir að hafa starfað í Kaupmannahöfn og á Ítalíu. Minna sé af slíkum fyrirtækjum í Evrópu þar sem hönnunariðnaðurinn sé stærri í sniðum.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um agustav á vef fyrirtækisins agustav.com

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK