Kolbrún og Hörður ritstjórar DV

Kolbrún Bergþórsdóttir og Hörður Ægisson eru ritstjórar DV.
Kolbrún Bergþórsdóttir og Hörður Ægisson eru ritstjórar DV. Samsett mynd

Eftir brotthvarf Eggerts Skúlasonar úr ritstjórastóli DV verða ritstjórar fjölmiðilsins einungis tveir: Kolbrún Bergþórsdóttir og Hörður Ægisson. Björn Ingi Hrafnsson, eigandi DV, segir yfirvofandi breytingar hjá fyrirtækinu snúa að öllu mögulegu.

Aðspurður hvort annar ritstjóri verði ráðinn í stað Eggerts segir Björn Ingi að þetta sé staðan að sinni. „Síðan ákveðum við hvort frekari breytingar verða gerðar. Það liggur ekki fyrir,“ segir hann.

Hann ítrekar þó að breytingar hjá Pressunni séu væntanlegar. Aðspurður hvort þær snúi að mannaráðningum eða skipulagi fyrirtækisins svarar Björn að breytingarnar snúi að öllu mögulegu.

Eggert, Kolbrún og Hörður voru ráðin ritstjórar DV í desember 2014.

Flókið eignarhald

Björn Ingi fer með eignarhald á mörgum fjölmiðlum í gegnum nokkur félög og er eignarhaldið nokkuð flókið eins og er.

Rekstur DV er í höndum félagsins DV ehf. en það er í 84,23% eigu Pressunnar ehf. Pressan ehf. er síðan að mestu leyti í eigu Björns Inga Hrafnssonar í gegnum þrjú mismunandi félög:

Þar af á félagið Kringluturninn 28% hlut, en Björn Ingi og Arnar Ægisson eiga hvor sinn 50% hlutinn í því. Félagið Kringlueignir ehf. á síðan 31,85% hlut en það er alfarið í eigu Björns Inga. Að lokum er 11,5% hlutur í eigu félagsins AB 11 ehf., en það er í helmingseigu Björns Inga og Arnars. Aðrir eiga minni hlut.

Pressan ehf., sem heldur utan um stærstan hluta DV, sér einnig um útgáfu tíu bæjarblaða, þar á meðal Reykjavíkur vikublaðs og Akureyrar vikublaðs.

Pressan ehf. á einnig dótturfélagið Vefpressuna ehf. sem heldur utan um rekstur vefmiðlanna Pressunnar og Bleikt.is

Vefpressan ehf. á síðan dótturfélagið Eyjan miðlar ehf., sem heldur utan um rekstur netfréttasíðunnar Eyjunnar. 

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK