„Með því ljótara sem ég hef séð“

Fjölmiðlamaðurinn Ómar R. Valdimarsson vakti athygli á verðmuninum á Facebook.
Fjölmiðlamaðurinn Ómar R. Valdimarsson vakti athygli á verðmuninum á Facebook. Mynd af Facebook

„Þetta dæmi er með því ljótara sem ég hef séð,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Zöru á Íslandi. Verðsamanburður á buxum sem kosta tæpar 30 evrur í Zöru á Spáni en tæpar átta þúsund krónur á Íslandi hefur gengið manna á milli á Facebook.

Fjölmiðlamaðurinn Ómar R. Valdimarsson vakti athygli á málinu og segist hann nýlega hafa skoðað sömu buxur í löndunum tveimur. Buxurnar kosta 29,95 evrur á Spáni, eða tæplega 4.200 krónur á núverandi gengi. Sé virðisaukaskattur lagður á verðið kosta þær 5.200 krónur. Að meðtöldum virðisaukaskatti nemur verðmunurinn því um 2.800 krónum. 

Zara á Íslandi er í eigu Haga en Ingibjörg bendir á að eigandi Zöru, fyrirtækið Inditex, sé á Spáni og að vörurnar séu alltaf ódýrastar þar í landi. Þetta sé þó óvenjumikill munur og skilur hún að fólk skuli undrast yfir þessu. 

Nærtækara að líta til Norðurlanda

Ingibjörg segir nærtækara að bera saman verðin í Zöru á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum eða Bretlandi þar sem flutningskostnaður sé svipaður og launa- og rekstrarkostnaður sambærilegur. „Þetta er hins vegar eilíf barátta og við erum sífellt að vinna í því að lækka verðið eins og við getum í samstarfi við eiganda vörumerkisins,“ segir hún. „Það er fullur skilningur á því að okkar samkeppni er hvað hörðust við löndin í kringum okkur. Það dugar okkur ekki að vera ódýrust hérna heima því við þurfum einnig að geta tekist á við samkeppni í nágrannalöndum,“ segir hún.

Spurð nánar um verðmuninn í þessu einstaka tilviki segir hún að verðið hafi mögulega verið lækkað í versluninni á Spáni. Varan sé kannski vinsælli þar og komi sending af henni þar með oftar. Fyrirtækið sé sífellt að vinna að verðlækkunum og gæti verðið því hafa lækkað í millitíðinni. Eru þetta þó bara vangaveltur.

Álagningin sé í raun og veru flöt í Zöru á Íslandi og ætti verðmunurinn samkvæmt því ekki að vera mjög mismunandi á milli einstakra vörutegunda.

Hagar reka verslanir Zöru í Kringlunni og Smáralind.
Hagar reka verslanir Zöru í Kringlunni og Smáralind. Mynd/Zara

Dýrara á Íslandi

Samkvæmt óformlegri verðkönnun mbl.is er verðmunurinn minni þegar Ísland er borið saman við t.d. Danmörku en þó er hann til staðar. Til að mynda kostar neðangreindur kvenmannsjakki 449 krónur í Danmörku, eða 8.400 íslenskar krónur. Á Íslandi kostar hann 9.995 krónur. Sami herrajakki kostar þá t.d. 299 krónur í Danmörku, eða 5.600 íslenskar krónur, en hér á landi kostar hann 7.995 krónur.

Jakkinn kostar 449 krónur í Danmörku, eða 8.400 krónur.
Jakkinn kostar 449 krónur í Danmörku, eða 8.400 krónur.
Jakkinn kostar 9.995 krónur á Íslandi og er þar með …
Jakkinn kostar 9.995 krónur á Íslandi og er þar með um 1.600 krónum dýrari hér á landi.
Jakkinn kostar 299 danskar krónur, eða um 5.600 krónur í …
Jakkinn kostar 299 danskar krónur, eða um 5.600 krónur í Danmörku.
Jakkinn kostar 7.995 krónur á Íslandi og er þar með …
Jakkinn kostar 7.995 krónur á Íslandi og er þar með um 2.400 krónum dýrari hér á landi.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK