Höftin gætu farið á árinu

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. AFP

Grísk stjórnvöld ættu að geta afnumið gjaldeyrishöftin, sem eru við lýði í landinu, á þessu ári, að sögn stjórnarformanns bankasamtaka Grikklands.

Höftunum var komið á seinasta sumar til þess að stöðva fjármagnsflóttann úr landinu. Grikkir mega aðeins taka 420 evrur út úr banka á hverri viku, samkvæmt núgildandi gjaldeyrisreglum.

Fjárfestar flúðu með yfir fimmtíu milljónir evra úr landinu frá nóvember 2014 til júlí 2015. Óttuðust þeir að samkomulag myndi ekki takast á milli grískra stjórnvalda og lánardrottna landsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evrópska seðlabankans og Evrópusambandsins. Það hefði þýtt að Grikkir yfirgæfu evrusvæðið.

„Persónulega trúi ég að hægt sé að aflétta stærstum hluta takmarkananna, ef ekki þeim öllum, í haust og til loka ársins,“ sagði Louka Katseli, sem er einnig bankastjóri National Bank, næststærsta banka landsins.

Katseli sagði að Grikkir hefðu nú þegar uppfyllt eitt af skilyrðum þess að hægt væri að afnema höftin. Lánardrottnarnir hefðu nýlega samþykkt að veita þeim frekari neyðarlán og framlengja þannig fjárhagsaðstoðina. Það hefði sannarlega aukið traust fjárfesta á landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK