Hafna gististað í Skipholti

Umsókn um gistiheimili á efri hæðum hússins hefur verið hafnað.
Umsókn um gistiheimili á efri hæðum hússins hefur verið hafnað. Tölvu­mynd/​SH Hönn­un

Reykjavík Residence Hotel hefur sóst eftir því að fá að opna íbúðagistingu á efri hæðum hússins við Skipholt 11 til 13. Umhverfis- og skipulagsráð hefur nú hafnað því og segir mikilvægt að standa vörð um skipulögð íbúðarsvæði í borginni.

Umsókn arkitektastofan Ark Studio og RR hótela var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Óskað var eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags svæðisins til að hægt væri að opna gististað í húsinu.

Með umsókninni fylgdi samþykki meðlóðarhafa.

Var umsókninni hafnað á fundinum og segir í bókun ráðsins að nýlegt deiliskipulag hafi verið gert á forsendum íbúðarbyggðar og sé mikilvægt að standa vörð um þegar skipulögð íbúðarsvæði í borginni.

Umrætt húsnæði er mjög nýlega uppgert og var verslun Bónuss opnuð á neðri hæðinni síðasta haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK