Styrking krónunnar dregur úr verðbólgu

Gert er ráð fyrir að verðbólgan nálgist markmið þegar líða …
Gert er ráð fyrir að verðbólgan nálgist markmið þegar líða tekur á árið. Nærmynd

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að styrking krónunnar muni draga úr almennum verðbólguþrýstingi en á síðustu viku hefur verð á evru lækkað um 0,2 prósentustig og Bandaríkjadalur hefur lækkað um 1,6 prósentustig.

Gert er ráð fyrir að verðbólgan nálgist markmið þegar líða tekur á árið og gangi spá Landsbankans eftir verður ársverðbólgan í september 2,2 prósent. Greiningardeildir Íslandsbanka og Arion banka gera báðar einnig ráð fyrir að verðbólgan fari yfir 2% í september. Fyrrnefnda greiningardeildin gerir ráð fyrir 2,2 prósent verðbólgu og sú síðarnefnda gerir ráð fyrir 2,3 prósenta verðbólgu.

Hagstofan birtir júnímælingu vísitölu neysluverðs þriðjudaginn 28. júní. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5 prósentustiga hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 1,7 prósentum í 2,0 prósent.

Samkvæmt verðmælingu Landsbankans hafa bensín og díselolía hækkað um þrjú prósentustig milli verðmælingavikna. Þetta er í samræmi við þróun á heimsmarkaðsverði á hráolíu sem hefur hækkað nokkuð það sem af er ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK