Útlánin jukust um 130 milljarða í fyrra

Mest jukust útlán á vegum Landsbankans.
Mest jukust útlán á vegum Landsbankans. Kristinn Ingvarsson

Útlán viðskiptabanka og sparisjóða jukust um 130 milljarða á árinu 2015 og stóðu þau í tæpum 2.180 milljörðum í árslok. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga fjármálafyrirtækja árið 2015. Er það meiri aukning en milli áranna 2014 og 2013 en þá jukust útlánin um tæpa 125 milljarða króna milli ára.

Mest jukust útlán á vegum Landsbankans. Ný útlán þar á bæ námu 225 milljörðum en aðrir liðir á borð við afborganir og virðisbreytingar valda því að heildarútlán bankans jukust um 84 milljarða milli ára. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að af því hafi 14 milljarðar komið til vegna samruna Sparisjóðs Vestmannaeyja og Sparisjóðs Norðurlands við bankann.

„Þá vorum við að lána mikið til fasteignakaupa. Þá tók fjárfesting atvinnuveganna einnig mikið við sér og er það töluverð breyting miðað við fyrstu árin eftir hrun þegar fyrirtæki lögðu alla áherslu á að greiða niður skuldir. Nú hefur dæmið snúist við, fjárfesting tekið við sér og þá miðlum við fjármagni til uppbyggingar á flestum sviðum,“ segir Steinþór í frétt í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK