Asískir milljónamæringar eiga mest

144 þúsund nýir milljónamæringar urðu til í Kína á síðasta …
144 þúsund nýir milljónamæringar urðu til í Kína á síðasta ári. Er þá átt við milljónamæringa í Bandaríkjadölum talið og jafngildir það 121 milljón króna.

Auðæfi 62 ríkustu einstaklinga heims eru meiri en samanlagður auður fimmtíu prósent allra jarðarbúa. Samkvæmt nýjum gögnum ráða Asíubúar yfir mesta auðnum og hafa þeir tekið fram úr Bandaríkjamönnum.

Í Bandaríkjunum eru reyndar fleiri milljónamæringar en líkt og áður segir eru auðæfin meiri í Asíu. 

Eignir milljónamæringa í Asíu jukust um tíu prósent á síðasta ári samkvæmt nýrri könnun fjármálafyrirtækisins Capgemini og var vöxturinn fyrst og fremst drifinn áfram af tækni-, fjármála- og heilbrigðisgeiranum. Vöxturinn var hins vegar neikvæður í Bandaríkjunum og drógust auðævi milljónamæringa í Bandaríkjunum saman um 2,3 prósentustig á síðasta ári.

Þeir sem komast í hóp milljónamæringa áttu samanlagt 60 trilljónir Bandaríkjadala á síðasta ári og hefur upphæðin fjórfaldast á síðastliðnum þrjátíu árum. Talið er að upphæðin verði komin upp í 100 trilljónir Bandaríkjadala árið 2025.

Ein trilljón er milljón billjónir en ein billjón er milljón milljónir.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK