Breytir breskum horfum í neikvæðar

AFP

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfum vegna lánshæfis Bretlands í neikvæðar í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í gær þar sem breskir kjósendur ákváðu að segja skilið við Evrópusambandið. Fréttaveitan AFP greinir frá þessu.

Fram kemur í rökstuðningi Moody's að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi skaða breskt efnahagslíf. Lánshæfiseinkunn Bretlands var hins vegar ekki lækkuð og er hún því áfram Aa1. Moody's telur að hægja muni á hagvexti og rekstur hins opinbera verða veikari.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK