Íslenskur markaður fylgir og lækkar

Íslenski hlutabréfabréfamarkaðurinn hefur fylgt erlendum mörkuðum og hríðfallið í morgun. Úrvalsvísitalan hefur fallið um 3,12% það sem af er degi. 

Dagslækkunin í morgun hjá eintökum félögum er gífurleg og hafa hlutabréf Icelandair orðið verst úti og fallið um 6,67% í 109 milljóna króna viðskiptum þegar þetta er skrifað. Þá hafa bréf HB Granda lækkað um 5,91%. Bréf Marel hafa lækkað um 5,03% og lækkun nokkurra félaga er yfir þremur prósentustigum.

Íslenski markaðurinn hefur því fylgt erlendum mörkuðum þar sem evrópskar hlutabréfavísitölur hafa verið í frjálsu falli eftir að yfirvofandi útganga Breta úr Evrópusambandinu varð að veruleika. Breska FTSE 100-vísitalan hefur fallið um tæplega 5% í morgun og sú danska hefur til að mynda fallið um 4,11%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK