Miklar lækkanir í Kauphöllinni

Hlutabréfamarkaðir eru illa útleiknir eftir daginn. Myndin er frá kauphöllinni …
Hlutabréfamarkaðir eru illa útleiknir eftir daginn. Myndin er frá kauphöllinni í New York. AFP

Stormur reið yfir Kauphöllina í dag og lækkaði úrvalsvísitalan um 4,21% í viðskiptum dagsins. Lækkanir dagsins eru gífurlegar og varð Icelandair Group verst úti.

Hlutabréf félagsins lækkuðu um 6,06% í 684 milljóna króna veltu. Einungis hlutabréf Nýherja stóðu í stað en öll önnur lækkuðu. Næstmesta lækkunin var á bréfum Marel eða 5,40% í tæplega 800 milljóna króna veltu.

Þá lækkuðu bréf Össurar um 4,49% og bréf HB Granda lækkuðu um 3,83%.

Líkt og áður segir stóðu bréf Nýherja í stað en þess fyrir utan var minnsta lækkunin á bréfum Reita fasteignafélags. Þau lækkuðu um 1,07%.

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn fylgdi þróuninni erlendis strax í morgun og lækkaði skarpt við opnun. Breska FTSE 100-vísitalan féll um 8% í morgun en rétti aðeins úr sér þegar líða tók á daginn og nemur lækkunin 3,15% þegar þetta er skrifað. FTSE 250-vísitalan, sem fleiri fyrirtæki eru hluti af, varð hins vegar verr úti og stendur lækkunin nú í kringum 7,5%. Lækkun hennar í morgun var hins vegar sögulega skörp og nam 11,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK