Sigruð eyja með brotið bankakerfi

AFP

Bretar hafa fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum og ófáir Brexit-brandarar hafa flogið. Íslenskur sigur virðist fólki ofarlega í huga víða um heim.

Í kjölfar ákvörðunar breskra kjósenda um að segja skilið við Evrópusambandið hefur sterlingspundið hríðfallið, forsætisráðherrann hefur sagt af sér, hlutabréf breskra banka hafa ekki verið lægri frá hruni og lánshæfismat ríkisins hefur lækkað. Til þess að bæta gráu ofan á svart er landsliðið á leið heim frá EM og landsliðsþjálfarinn hættur.

Brandararnir voru meira að segja komnir í loftið áður en flautað var til leiks.

Milljónir manna hafa skrifað undir áskorun þar sem farið er fram á nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit síðan niðurstaða þeirrar síðustu lá fyrir. Hliðstæðri undirskriftasöfnun í von um annan leik milli Íslands og Englands hefur verið nú verið komið af stað. 

Wikileaks hafði sitt að segja um málið og gætti þess að ekkert yrði dregið undan.


Betra landslið og betri bankar?

Dæmi hver fyrir sig.

Þá er einnig grínast á kostnað enska landsliðsmannsins Sterlings í ljósi gengisþróunar sterlingspundsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK