Sögulegt tap á mörkuðum

Síðustu dagar hafa reynst fjárfestum erfiðir.
Síðustu dagar hafa reynst fjárfestum erfiðir. AFP

Um þrjár trilljónir dollara þurrkuðust út af alþjóðamörkuðum á föstudag og mánudag í kjölfar ákvörðunar Breta um að yfirgefa Evrópusambandið. Þetta er mesta tap sögunnar á tveimur dögum og toppar einnig haustmánuðina 2008.

Til upplýsingar er ein trilljón alls milljón milljónir.

Í frétt CNN Money er bent á að stærra tap á síðustu dögum megi rekja til þess að gengi hlutabréfa sé almennt hærra í dag. Helstu hlutabréfavísitölur héldu áfram að lækka í dag og nemur lækkunin um tveimur prósentustigum á flestum evrópskum mörkuðum.

Þróunin er hins vegar önnur hér á landi og hefur Kauphöllin tekið aftur við sér eftir mikið tap í gær og á föstudag. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,61 prósentustig í dag og einungis hafa bréf HB Granda lækkað um 0,34 prósentustig. Mesta hækkunin er hjá Icelandair, eða 3,85 prósent, en félagið leiddi einnig lækkanir síðustu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK