Tveir nýir stjórnendur hjá Odda

Kristján Geir Gunnarsson.
Kristján Geir Gunnarsson.

Tveir stjórnendur hafa komið til starfa hjá Odda á síðustu vikum, en þetta eru þau Kristján Geir Gunnarsson, sem er nýr framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Odda, og Ingibjörg Elín Árnadóttir, sem stýrir nú gæðamálum hjá fyrirtækinu.

Kristján Geir hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa. Þar áður starfaði hann meðal annars sem markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Kristján er iðnrekstrarfræðingur og með BSc-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA-gráðu frá Copenhagen Business School.

Ingibjörg er matvælafræðingur með BSc- og MSc-gráður í matvælaverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í gæðatryggingu hjá Lýsi hf. undanfarin ár. Ingibjörg hefur meðal annars unnið sem sérfræðingur hjá Matvælastofnun og sem yfirmaður gæðaeftirlits hjá Royal Greenland.

Oddi er stærsti framleiðandi landsins á sviði umbúða úr pappír og plasti, ásamt því að veita atvinnulífinu fjölbreytta prentþjónustu. Viðskiptavinir Odda eru 3.500 talsins og einkum á sviði sjávarútvegs, matvælaframleiðslu, iðnaðar, verslunar, þjónustu og útgáfu. Oddi hefur um 230 starfsmenn á fjórum starfsstöðvum í Reykjavík.

Ingibjörg Elín Árnadóttir.
Ingibjörg Elín Árnadóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK