Yfir fjórðungur ríkisverðbréfa í eigu erlendra aðila

Ávöxtun ríkisverðbréfa er há í alþjóðlegum samanburði þrátt fyrir ný …
Ávöxtun ríkisverðbréfa er há í alþjóðlegum samanburði þrátt fyrir ný stjórntæki Seðlabankans. mbl.is/Árni Sæberg

Fjárhæð ríkisskuldabréfa í eigu erlendra aðila hefur hækkað umtalsvert á 14 mánaða tímabili samkvæmt tölum um lánamál ríkisins frá Seðlabanka Íslands.

Þannig áttu erlendir aðilar um 27,6% útgefinna ríkisverðbréfa í apríl síðastliðnum, en það hlutfall var 18,8% í janúar 2015. Heildarútgáfa ríkisverðbréfa hafði á sama tíma vaxið úr 850 milljörðum króna í tæpa 885 milljarða í apríl.

Því var heildareign erlendra aðila í útgefnum ríkisverðbréfum komin í 245 milljarða króna, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK