750% ávöxtun af íslenskum sigri

Stuðullinn á því að Gylfi skori mark í leiknum er …
Stuðullinn á því að Gylfi skori mark í leiknum er 4/1. AFP

Íslenskur sigur virðist ekki líklegur á sunnudaginn ef marka má erlenda veðbanka og er stuðullinn svipaður og hann var í leiknum gegn Englendingum. Samkvæmt bresku veðmálasíðunni William Hill eru líkurnar sautján á móti tveimur að Ísland sigri en líkurnar á frönskum sigri eru tveir á móti fimm.

Samkvæmt þessu má búast við að upphæðin sem lögð yrði undir myndi 8,5-faldast, fari Ísland með sigur af hólmi. Ef einhver ákveður að leggja 100 evrur undir á íslenskan sigur, eða um 13.700 krónur, gæti hann leyst út 850 evrur, eða 117 þúsund krónur, gangi úrslitin eftir. Þetta er um 750% ávöxtun.

Hægt er að veðja á allt mögulegt í leiknum og til dæmis eru líkurnar á því að Ísland vinni Frakkland með sex mörkum á móti tveimur um 500 á móti 1. Þúsund króna veðmál yrði þannig að hálfri milljón ef það myndi ganga eftir.

Þá er hægt að leggja undir á mörk einstakra leikmanna og hvort það verði fyrsta, annað eða eitthvert annað mark í leiknum. Til dæmis eru líkurnar á því að Gylfi Sigurðsson skori í leiknum um 4 á móti 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK