Dýrast á leik Íslands og Frakklands

Aron Einar fagnar sigri gegn Englendingum.
Aron Einar fagnar sigri gegn Englendingum. AFP

Ef horft er til verðlags á miðum á leiki í átta liða úrslitum EM virðist vinsælla að sjá Aron Einar Gunnarsson á vellinum en Ronaldo. Miðar á leik Íslands og Frakklands eru dýrastir á öllum miðabraskssíðum sem mbl kannaði.

Gera má ráð fyrir að sérstaklega mikil spurn sé eftir miðum á leikinn sökum þess að hann er í Frakklandi og er því auðvelt fyrir heimamenn að mæta á völlinn til að fylgjast með sínu liði. Hins vegar er varla hægt að líta fram hjá því að Ísland hefur vakið mikla athygli á mótinu og fangað athygli fjölmiðla og áhorfenda. Gera má því ráð fyrir að einhverjir hafi áhuga á að fylgjast með litla Íslandi leika gegn Frakklandi á sunnudaginn.

Miðar á alla leiki í átta liða úrslitum voru verðlagðir á sama hátt hjá UEFA; 45, 85, 135 og 195 evrur, eða frá 6.200 krónum upp í 26.900 krónur. Miðasala hófst í hádeginu í gær og varð fljótlega uppselt á 80.000 manna völlinn.

Upprunalegt miðaverð.
Upprunalegt miðaverð. Skjáskot/UEFA

Miðarnir voru fljótir að rata á miðabraskssíður á uppsprengdu verði og á síðunni Check Football Tickets má t.d. fá miða á verðbilinu 429 til 703 evrur, eða frá 59.000 til 97.000 krónur. Til samanburðar má nefna að miðar á leik Portúgals og Póllands í Marseille kosta frá 134 til 341 evru, eða 18.500 til 47.000 krónur.

Skjáskot/Check Football tickets

Á síðunni Seatwave kosta miðar á leik Ísland og Frakklands allt frá 399 til 1.990 evra, eða 55.000 til 274.000 krónur, en miðar á leik Portúgals og Póllands eru í boði fyrir allt frá 217 til 499 evra, eða frá 30.000 til 69.000 króna.

Skjáskot/Seatwave

Það sama er síðan í gangi á síðunni Viagogo, en þar má fá miða á leik Íslands og Frakklands fyrir allt frá 427 dollurum, eða 53.000 krónum, en miðar á leik Portúgals og Póllands kosta frá 120 dollurum, 15.000 krónum.

Skjáskot/Viagogo
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK