Frú Lauga flytur frá borgarstjóra

Frá verslun Frú Laugu.
Frá verslun Frú Laugu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á morgun verður síðasti starfsdagur Frú Laugu við Óðinsgötu en í tilkynningu á heimasíðu búðarinnar segir að starfsemin í miðbænum hafi ekki borgað sig. Verslunin verður áfram við Laugalæk og ný matstofa Frú Laugu verður bráðlega opnuð í Listasafni Reykjavíkur.

Frú Lauga hefur verið rekin í kjallaranum á húsi Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra við Óðins­götu í Reykja­vík síðan í desember sl. en verslunin var flutt þangað eftir að eigendur misstu fyrra húsnæðið sem einnig var að Óðinsgötu. 

Í samtali við mbl. í desember sagði Dagur um flutningana að fjölskyldan hefði verið að gera upp kjallarann í húsinu og að eitt hefði leitt af öðru í framhaldinu. „Þau ætla að leigja þarna fyrst um sinn. Við höf­um ekki fast­mótaðar hug­mynd­ir um hvernig við ætl­um að nýta kjall­ar­ann en ef þetta geng­ur vel get­ur þetta verið til lang­frama,“ sagði Dagur.

Frétt mbl.is: Frú Lauga í húsi borg­ar­stjóra

Frétt mbl.is: Frú Lauga í Hafnarhúsið

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK