Óvíst með áhrif Brexit á Icelandair

Forstjóri Icelandair Group segir að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi fylgi mikil óvissa fyrir rekstur félagsins, að minnsta kosti til skamms tíma. 

„Áhrifin til lengri tíma eru hins vegar mjög óljós og þess vegna erfitt að meta hvort útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni á endanum hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á rekstur Icelandair Group og dótturfélaga eða á ferðaþjónustu á Íslandi,” segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Túrista, aðspurður um áhrif Brexit á rekstur félagsins.

Að sögn Björgólfs hefur ekki verið gripið til sérstakra aðgerða innan fyrirtækisins vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hlutabréf félagsins féllu skarpt á föstudag og mánudag en náðu sér aftur á strik á þriðjudag.

Í frétt Túrista er bent á að vægi breska markaðarins hjá Icelandair sé mikið þar sem um fimmtán til tuttugu prósent allra áætlunarferða félagsins eru til og frá Bretlandi. 

Þá hafa dótturfélög Icelandair Group einnig hagsmuna að gæta þar sem Bretar stóðu undir 36 af hverjum 100 seldum gistinóttum á öllum hótelum höfuðborgarinnar síðastliðinn vetur. 

Breska pundið hefur hríðfallið í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar og talið er að það gæti haft áhrif á ferðalög breskra ríkisborgara.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK