Samið um lán fyrir Þeistareykjavirkjun

Frá framkvæmdum við Þeistareykjavirkjun.
Frá framkvæmdum við Þeistareykjavirkjun. mbl.is/Helgi Bjarnason

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur veitt Landsvirkjun 50 milljóna Bandaríkjadala langtímalán til að reisa jarðvarmavirkjun á norðausturlandi. Það jafngildir 6,2 milljarða króna láni á núverandi gengi.

Láninu, sem er til sextán ára, er ætlað að fjármagna fyrsta áfanga Þeistareykjavirkjunar í grennd við Húsavík. Í fyrsta áfanganum verða tvær 45 MW vélasamstæður settar upp. Aðstæður til nýtingar jarðhita á svæðinu eru mjög hagstæðar og er áætlað að hægt sé að framleiða allt að 200 MW af raforku ár hvert.

Þegar fram í sækir mun Þeistareykjavirkjun auka framleiðslu á raforku á landsvísu um fjögur prósentustig og mun hún fyrst og fremst anna orkuþörf kísilmálmverksmiðjunnar sem verið er að reisa við Húsavík. Þriðjungur raforkunnar er ætlaður Húsavíkur- og Akureyrarbæ og öðrum iðnaði á svæðinu.

Mikilvægur útflutningur

„Verkefnið stuðlar að sjálfbærari kísilmálmframleiðslu fyrir heimsmarkað. Þetta er afar mikilvægur útflutningur fyrir Íslendinga og þar gegnir aðgangur að endurnýjanlegri orku lykilhlutverki,“ er haft eftir Henrik Normann, forstjóra Norræna fjárfestingarbankans, í tilkynningu,

Jarðvarmavirkjunin er hluti af stórri framkvæmdaráætlun á svæðinu, sem felur m.a. í sér nýju kísilmálmverksmiðjuna, háspennulínu og vegalagningu. Áætlað er að virkjunin verði tekin í notkun haustið 2017.

Fyrr í mánuðinum undirritaði einnig Evr­ópski fjár­fest­inga­bank­inn (EIB) láns­samn­ing að fjár­hæð 125 millj­ón­ir evra við Lands­virkj­un til fjár­mögn­un­ar á Þeistareykj­avirkjun. 

Frétt mbl.is: Semja um fjár­mögn­un Þeistareykja­virkj­un­ar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK