Toyota innkallar milljónir bíla

Lexus-jeppar eru á meðal þeirra bifreiða sem Toyota þarf að …
Lexus-jeppar eru á meðal þeirra bifreiða sem Toyota þarf að innkalla. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.

Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti í dag að hann ætlaði að innkalla rúmlega 3,3 milljónir bifreiða á heimsvísu vegna tveggja aðskilinna galla. Flestir bílanna eru af tegundunum Prius, Corolla og Lexus en þeir voru að mestu seldir í Japan, Norður-Ameríku og Evrópu.

Um það bil helmingur bílanna, sem voru framleiddir á árunum 2008 til 2012, eru með galla í loftpúðum fyrir bílstjóra- og farþegasæti sem gæti valdið því að þeir þenjist aðeins út að hluta. Toyota framleiðir ekki púðana en talsmenn fyrirtækisins tóku fram að þeir væru ekki framleiddir af japanska bílapartaframleiðandanum Takata. Mikill styr hefur staðið um Takata að undanförnu vegna banaslysa sem tengjast loftpúðum fyrirtækisins.

Hinn gallinn tengist eldsneytistanki sem getur leitt til þess að sprunga komi í eininguna. Með tíð og tíma gæti þetta valdið því að eldsneyti leki úr eldsneytistanki bílanna þegar þeir eru fullir, að sögn Toyota.

Engin slys eru hins vegar sögð hafa átt sér stað vegna gallanna. Um 2,87 milljónir Prius- og Lexus-bíla eru innkallaðir vegna gallans í eldsneytistanki. 

Áður hefur Toyota neyðst til að innkalla bifreiðar vegna galla í loftpúðum frá Takata. Gallinn í þeim þýðir að möguleiki er á að plast- og málmbrot skjótist úr hylki utan um loftpúðana þegar þeir þenjast út.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK