Bifröst selur skuldsettar íbúðir

Íbúðirnar eru alls 99 talsins og telur fjármálastjóri Bifrastar að …
Íbúðirnar eru alls 99 talsins og telur fjármálastjóri Bifrastar að þær mætti nýta fyrir ferðaþjónustu. Rekstrarfélags Hótel Bifrastar er einnig til sölu.

Háskólinn á Bifröst hefur auglýst til sölu 99 nemendaíbúðir sem hafa staðið hálftómar á liðnum árum. Félögin sem halda utan um resktur eignanna voru samtals rekin með 145 milljóna króna tapi árið 2014 en í ársreikningum félaganna eru eignirnar samtals metnar á tæpan milljarð króna.

Félagið Selfell ehf. heldur utan um stúdentaíbúðirnar er nefnast Sjónarhóll og eru alls 48 talsins. Félagið hefur átt í greiðsluerfiðleikum á liðnum árum og í ársreikningi þess kemur meðal annars fram að 930 milljóna króna lán félagsins hjá Íbúðalánasjóði sé í verulegum vanskilum.

Þá heldur félagið Vikrafell ehf. utan um stúdentaíbúðirnar er nefnast Hamragarðar og eru 51 talsins. Þær hafa verið nýttar undir rekstur Hótels Bifrastar. Allar íbúðirnar voru byggðar á árunum 2002 til 2005.

Ætlast er til þess að íbúðirnar 99 verði seldar í einu lagi og býðst kaupanda einnig að taka yfir rekstrarfélag Hótels Bifrastar. Engar fasteignir eru í því félagi heldur einungis lausafjármunir er fylgja hótelinu.

Öll félögin eru dótturfélög Háskólans á Bifröst.

Flestir nemendur stunda orðið fjarnám við Bifröst og minni þörf …
Flestir nemendur stunda orðið fjarnám við Bifröst og minni þörf er á stúdentaíbúðum. mbl.is/Ernir

Bregðast við breyttum kennsluháttum

Að sögn Hafsteins Sæmundssonar, fjármálastjóra skólans, er nauðsynlegt að selja eignirnar til að bregðast við breyttum kennsluháttum við skólann en í dag stunda um 75 prósent nemenda fjarnám og minni þörf er fyrir stúdentaíbúðir á svæðinu. Þegar íbúðirnar voru byggðar var staðan hins vegar önnur.

Hann telur að íbúðirnar mætti helst nýta undir ferðaþjónustu. „Við viljum helst að hér verði einhver starfsemi sem heldur lífi í umhverfinu,“ segir Hafsteinn. 

Aðspurður hvort tilboð hafi borist í eignirnar segir Hafsteinn að fjórar fasteignasölur sjái um viðskiptin og hefur háskólinn beðið um að tilboðin verði borin undir stjórnendur í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK