Markaðstorgi Kringlunnar lokað

Markaðstorginu á þriðju hæð Kringlunnar verður lokað fyrir fullt og …
Markaðstorginu á þriðju hæð Kringlunnar verður lokað fyrir fullt og allt í lok dagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðasti starfsdagur Markaðstorgs Kringlunnar er í dag og verður versluninni lokað fyrir fullt og allt í lok dagsins. Markaðstorgið hefur verið í Kringlunni um árabil en eigandi segir leiguna of háa fyrir fyrirtæki sem selur tilboðsvörur.

Gunnar Bergmann, eigandi heildsölunnar Gró ehf., sem heldur utan um rekstur markaðstorgsins, segist vera að bregðast við breyttum aðstæðum. Bæði hafi sala færst yfir á netið að miklu leyti auk þess sem árferðið sé annað. Þetta sé eðlileg þróun en hins vegar megi fyrirtæki ekki staðna í sinni stöðu.

Hann segir vel koma til greina að opna markaðstorgið síðar á öðrum vettvangi. Í markaðstorginu eru seldar vörur sem Gró flytur inn til landsins en auk þess að eiga heildsöluna á Gunnar einnig verslunina Share í Kringlunni. Rýmingarsala stendur yfir í Markaðstorgi Kringlunnar til klukkan 21 í kvöld.

Ekki liggur fyrir hvað kemur í húsnæðið í stað Markaðstorgsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK