Vill ekki gefa dýralækningarnar eftir

„Mér finnst við vera mjög lánsöm með það hráefni sem við höfum í höndunum, íslenskt kjöt og íslensk framleiðsla,“ segir Bára sem hefur starfað hjá Norðlenska frá árinu 2012. Himinn og haf sé á milli þess og því sem vanalega sé gert erlendis í kjötframleiðslu.

Rætt er við Báru í Fagfólkinu en hún starfaði lengi sem dýralæknir í Noregi. Hún starfar ennþá sem dýralæknir í hlutastarfi og segist ekki hafa verið tilbúin til að hætta því alveg þó hún væri komin til starfa hjá Norðlenska. „Mér þykir alveg ofsalega vænt um þetta starf og þetta er alveg ofsalega gefandi starf,“ segir Bára og tekur jafnframt fram að það sé erfitt að halda sér við í dýralækningunum ef þeim sé ekki sinnt reglulega. Sífelld þróun sé í lyfjum og öðru sem tengist meðhöndlun dýranna.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Báru er sagt að lyfjagjöf í landbúnaði í Noregi sé mjög ólík því sem gerist hér á landi en hið rétta er að þessi tvö lönd eru í sérflokki hvað þetta varðar að sögn Báru þar sem heilbrigði í landbúnaði er mun meira en hjá öðrum þjóðum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK