Óvissan dregur úr hagvexti

Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York.
Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York. AFP

Gerry Rice, talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að margvísleg óvissa hafi skapast vegna ákvörðunar Breta um að segja skilið við Evrópusambandið. Þessi óvissa muni halda aftur af hagvexti í landinu sem og annars staðar í Evrópu, að minnsta kosti til skamms tíma litið.

Einnig gæti óvissan dregið úr efnahagsbata í heiminum öllum.

Rice sagði við fréttamenn í dag að lækkanirnar sem hafa orðið á hlutabréfamörkuðum um allan heim í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi í síðustu viku hefðu verið verulegar. Þær hefðu hins vegar ekki verið öfgakenndar.

Margar af helstu hlutabréfavísitölum heims hafa jafnað sig eftir miklar og skarpar lækkanir í lok síðustu viku. FTSE-vísitalan í Lundúnum hækkaði til að mynda um yfir tvö prósentustig í gær, þýska DAX-vísitalan um 1,75% og bandaríska Nasdaq-vísitalan um tæplega 2%.

Rice benti á að seðlabankar ættu að vera í viðbragsstöðu. Þeir þyrftu að róa fjárfesta og vera tilbúnir til þess að auka lausafé á fjármálamörkuðum ef óvissan vegna útgöngu Breta ógnaði í enn frekari mæli vexti í heimshagkerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK