Seðlarnir verða ógildir á miðnætti

Seðlarnir verða ógildir á miðnætti.
Seðlarnir verða ógildir á miðnætti. Ljósmynd/Sænski seðlabankinn

Þeir sem eiga eldri útgáfu af tutt­ugu, fimm­tíu og þúsund króna sænskum seðlum hafa einungis nokkrar klukkustundir til að eyða þeim. Á miðnætti verða seðlarnir ógildir og verslanir geta ekki tekið við þeim.

Fyrir einni viku síðan voru ennþá um tveir milljarðar sænskra króna, eða tæpir þrjátíu milljarðar íslenskra króna, í umferð í formi þessara seðla. Fyrir um mánuði síðan hóf sænski seðlabankinn herferð þar sem persónurnar sem prýða seðlana voru auglýstar sem „eftirlýstar“ en þá voru um 2,9 milljarðar sænskra króna í umferð. Tæpur milljarður hefur því skilað sér til baka á þessum mánuði.

Á heimasíðu sænska seðlabankans segir þó að fólk geti lagt seðlana inn í banka fram að 31. ágúst næstkomandi. Verslanir og þjónustuaðilar taka hins vegar ekki við þeim líkt og áður segir.

Á gömlu seðlunum eru rit­höf­und­ur­inn Selma Lag­er­löf, söng­kon­an Jenny Lind og fyrr­ver­andi Sví­a­kon­ung­ur­inn Gustav Vasa. Á nýja 20 króna seðlin­um er hins vegar rit­höf­und­ur­innAstrid Lind­gren, á 50 króna seðlin­um er tón­list­armaður­inn EvertTaube og á 1.000 króna seðlin­um er Dag Hamm­arskjöld, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna.

Rithöfundurinn Astrid Lindgren og Lína langsokkur eru á nýja 20 …
Rithöfundurinn Astrid Lindgren og Lína langsokkur eru á nýja 20 króna seðlinum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK