Súkkulaðisamruni í vændum

Hlutabréf súkkulaðiframleiðandans Hershey ruku upp um 21 prósentustig við opnun markaða í morgun eftir frétt Wall Street Journal um möguleg kaup eiganda Cadbury og Oreo á fyrirtækinu. 

Að sögn WSJ hefur eigandi Cadbury og Oreo, sem er risasamsteypan Mondelez, boðið formlega í Hershey. Ekki er ljóst hvert boðið er en samkvæmt frétt CNBC bauð Mondelez 107 dollara á hlut og er það um tíu prósent yfir markaðsvirði félagsins líkt og það var skráð við lokun markaða í gær.

Fjárfestar tóku vel í þessar gómsætu fréttir þar sem hlutabréf Hershey ruku upp um leið og markaðir opnuðu og hækkuðu bréf Mondelez einnig.

Hershey og Cadbury eru tveir stærstu súkkulaðiframleiðendur heims og yrði því um stóran samruna að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK