Svava í stjórn Kolibri

Svava Bjarnadóttir.
Svava Bjarnadóttir.

Svava Bjarnadóttir hefur tekið sæti í stjórn hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri. Hún er framkvæmdastjóri og eigandi Kapituli ehf. Svava er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands þar sem hún lauk Cand. oecon. prófi með áherslu á fjármál fyrirtækja.

Stjórn Kolibri skipa nú Ari Viðar Jóhannesson, Daði Ingólfsson, Guðjón Guðjónsson og Pétur Orri Sæmundsen auk Svövu.

Svava er stjórnarformaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og er varamaður í stjórn Landsnets. Hún sérhæfir sig m.a. í stjórnendamarkþjálfun, leiðtogaþjálfun, rekstrar- og stjórnunarráðgjöf og stefnumótun hjá Kapitula.

Svava var ein af hluthöfum Mannvits og fjármálastjóri félagsins á árunum 2000 til 2012 og gegndi jafnframt stöðu mannauðsstjóra um tveggja ára skeið. Þá kom Svava að stofnun Strategíu árið 2013 og sinnti þar ráðgjafarstörfum. Hún hefur setið í stjórnum Stefnis, Admon og Strategíu.

Kolibri sérhæfir sig í að hjálpa stærri fyrirtækjum við stafræna viðskiptaþróun og hugbúnaðarsérlausnir. Viðskiptavinir Kolibri eru m.a. Íslandsbanki, Tryggingamiðstöðin, Landsnet og Icelandair. Kolibri hefur hlotið fjölmörg verðlaun og var nýverið tilnefnt sem þekkingarfyrirtæki ársins af Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK