Árni með 47,7 milljónir á mánuði

Árni Harðarson forstjóri Salt Investments.
Árni Harðarson forstjóri Salt Investments. mbl.is/Rósa Braga

Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, var með 47,7 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun.

Í blaðinu er birtur listi yfir tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga. Könnunin byggist á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Frjáls verslun áréttar að í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur.

Í öðru sæti lista blaðsins yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja er Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, með rúmlega 24 milljónir á mánuði. Á eftir honum kemur Jakob Óskar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens með rúmlega 18 milljónir.

Samkvæmt lista blaðsins var Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri Límtrés-Vírnets með 16,4 milljónir í tekjur á mánuði að meðaltali á síðasta ári og Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, með 12,4 milljónir króna.

Í úttekt blaðsins kemur fram að Tómas Már Sigurðsson, forstjóri hjá Alcoa í Bandaríkjunum, sé með tæplega 11 milljónir króna í tekjur á mánuði. 

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, er sögð vera með rúmlega 6 milljónir króna í mánaðarlaun og er hún tekjuhæst þeirra kvenna sem teknar eru fyrir á listanum yfir forstjóra í fyrirtækjum.

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar er tekið fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. „Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafa margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK