EasyJet vill frá Bretlandi

Höfuðstöðvar easyJet eru nú í Bretlandi.
Höfuðstöðvar easyJet eru nú í Bretlandi. AFP

EasyJet hefur hafið viðræður við flugmálayfirvöld Evrópusambandsins um að færa höfuðstöðvar flugfélagsins frá Bretlandi. Ástæðan er úrsögn Breta úr sambandinu og áhrifin af þeirri ákvörðun á viðskiptalífið í landinu.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að forstjóri easyJet, Carolyn McCall, hafi í þessari viku rætt það við sína nánustu undirmenn að flutningur höfuðstöðvanna frá Bretlandi sé næstum því óumflýjanlegur í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Fram kemur í frétt Sky að marga mánuði muni taka að skipuleggja flutninginn en heimildarmaður sjónvarpsstöðvarinnar innan easyJet segir að þegar hafi verið rætt við nokkur aðildarríki ESB um möguleika á flutningi þangað.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK