Grétar á leiðinni út til Frakklands

Grétar hefur tryggt sér leiguvél á leikinn í París og …
Grétar hefur tryggt sér leiguvél á leikinn í París og er brottför frá Reykjavíkurflugvelli á sunnudag. Ljósmynd/Samsett mynd

„Við eigum eftir að selja í átta sæti en við erum að fara út, ég er búinn að græja þetta allt og þetta er klárt,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem leigt hefur flugvél sem fer frá Reykjavíkurflugvelli til Frakklands á sunnudag. 

Frétt mbl.is - 15 sæti eftir í leiguflugi Grétars 

Flogið verður frá Reykjavíkurflugvelli á milli sjö og átta á sunnudagsmorgun og aftur heim nóttina eftir leikinn. Flugmiðinn fram og til baka kostar 154.900 krónur en einnig er hægt að kaupa miða á leikinn af Grétari Sigfinni. „Við erum með fullt af miðum í gegnum miðlara sem hefur verið að selja á leiki í ensku deildinni en hann selur þetta á sínu verði,“ segir Grétar Sigfinnur.

Grétar Sigfinnur hefur út morgundaginn til að selja í vélina en þá þarf að skila nafnalistum fyrir flugið. Hann hefur engar áhyggjur af því að ekki náist að selja í vélina en segir þó að salan hafi gengið hægar en hann vonaði. „Ef við náum ekki að selja þessi átta sæti þá er það bara ég sem verð ekki í alveg nógu góðum málum,“ segir Grétar Sigfinnur glaður í bragði.

Flugferð ferðaskrifstofunnar Trans-Atlantic til Frakklands frá Akureyri hefur verið flautuð af þar sem ekki náðist að selja nægilega vel í hana. Þeir farþegar sem þegar voru bókaðir í flugið færðust þó í flug Grétars Sigfinns á Reykjavíkurflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK