Helga Sigrún efst á lista

Helga Sigrún Harðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Smáís, var efst á lista.
Helga Sigrún Harðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Smáís, var efst á lista.

Helga Sigrún Harðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Smáís, var með 4,672 milljónir í tekjur á mánuði á síðasta ári og er þar með efst á lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir launþega sem tilheyra hagsmunasamtökum eða eru aðilar vinnumarkaðarins.

Í blaðinu er birtur listi yfir tekjur rúmlega 3.725 Íslendinga. Könnunin byggist á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Frjáls verslun áréttar að í einhverjum tilvikum kann að vera að skattstjóri hafi áætlað tekjur

Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, er í öðru sæti á listanum með 4,265 milljónir í tekjur á mánuði. Þar á eftir kemur Kolbeinn Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri SFS með 2,882 milljónir í tekjur á mánuði.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var með 2,114 milljónir á mánuði. Þá var Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, með 1,974 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári.

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, var með 1,670 milljónir á mánuði. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, var með 1,715 milljónir á mánuði, Ólafía B. Rafnsdóttir var með 1,407 milljónir á mánuði og Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var með 1,304 milljónir á mánuði.

Þá var Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, með 1,246 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, varmeð 1,205 milljónir á mánuði. Ólafur Þ. Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, var með 1,217 milljónir á mánuði.

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar er tekið fram að um útvarsskyldar tekjur á árinu 2015 sé að ræða og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. „Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Jafnframt hafa margir tekið út séreignarsparnað en hann telst með í útsvarsskyldum tekjum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK