Slaka á kröfum til breskra banka

Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka.
Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka. AFP

Englandsbanki segir að blikur séu á lofti í bresku efnahagslífi vegna yfirvofandi brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Aðstæður í fjármálakerfinu séu krefjandi.

Bankinn sendi frá sér ítarlega skýrslu í morgun þar sem fram kemur að útganga Bretlands úr sambandinu sé nú þegar farin að hafa slæm áhrif á breskt efnahagslíf.

Um leið tilkynnti bankinn um áform sín um að slaka á kröfum um eiginfjárhlutfall breskra banka. Er markmiðið að ýta undir lánveitingar og örva þannig hagkerfið.

„Þetta er grundvallarbreyting,“ sagði Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka.

Flestir bankar landsins gætu nú aukið útlán sín um allt að 150 milljarða punda. Það væri í hag breskra heimila og fyrirtækja.

Gengi breska pundsins hefur ekki verið lægra gagnvart gengi Bandaríkjadals í 31 ár. Það hefur lækkað mikið eftir að Bretar kusu að segja skilið við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní síðastliðinn.

Mark Carney hefur sagt það koma til greina að lækka stýrivexti Englandsbanka til þess að blása lífi í breskan efnahag. Vextirnir eru nú þegar í sögulegu lágmarki, 0,5%.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK