Aukinn halli á vöruskiptum

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir júní 2016 nam fob-verðmæti vöruútflutnings 56,2 milljörðum króna og fob-verðmæti vöruinnflutnings 68,5 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í júní, reiknuð á fob-verðmæti, voru því óhagstæð um 12,3 milljarða króna. Hagstofan greinir frá.

Samkvæmt þessu er aukinn halli á vöruskiptum milli ára en í júní í fyrra nam hallinn 10,4 milljörðum króna.

Hallinn er þó minni en í maí en þá voru vöruskipti óhagstæð um fimmtán milljarða króna.

Lægra álverð og lægra verð á sjávarafurðum hefur haft töluverð áhrif á vöruskiptajöfnuðinn.

Fob- og cif-verð

  • Með fob-verði (free on bo­ard) er átt við verð vör­unn­ar komið um borð í flutn­ings­far í út­flutn­ingslandi.
  • Í cif-verði (cost, ins­urance, freig­ht) er einnig tal­inn sá kostnaður, sem fell­ur á vör­una þar til henni er skipað upp í inn­flutn­ingslandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK