Kjartan Bjarni stýrir rannsókn á sölu Búnaðarbankans

mbl.is/Jim Smart

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur skipað Kjartan Bjarna Björgvinsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til að stýra rannsókninni á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Þetta staðfestir Einar K. í samtali við mbl.is.

Að viðhöfðu lögmæltu samráði þá hef ég skipað Kjartan Bjarna Björgvinsson til að stýra rannsókninni á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Þetta er gert í samræmi við ályktun Alþingis frá 2. júní 2016,“ segir Einar K. og bætir við:

„Það er rétt að taka fram að það hefur staðið yfir á þessu kjörtímabili vinna við endurskoðun á lögum um rannsóknarnefndir Alþingis. Þeirri vinnu lauk með lagbreytingu sem gerð var nú í vor, sem er ætlað að skerpa þessa vinnu og gerir okkur kleift að afmarka verkefnið sem best. Nú reynir í fyrsta sinn á þessa lagaumgjörð.“

Samkvæmt þingsályktuninni er gert ráð fyrir að rannsókninni ljúki eigi síðar en 31. desember í ár. Samhliða rannsókninni mun stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fara yfir fyrirliggjandi gögn og upplýsingar um umfjöllun og ályktanir eftirlitsaðila um söluna á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka samkvæmt ályktun Alþingis frá 7. nóvember 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK