Rafmagnsstrætó hagkvæmastur

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í nýafstöðnu útboði Strætó bs. á nýjum strætisvögnum sem opnað var miðvikudaginn 6. júlí kom í ljós að rafmangsvagnar sem Yutong Eurobus ehf bauð upp á voru hagkvæmasti kosturinn og ódýrari kostur heldur en hefðbundnir dísilvagnar.

Yutong Eurobus ehf. er umboðsaðili Yutong í Skandinavíu.

Yutong er stærsti framleiðandi rútu og strætisvagna í heiminum í dag og hefur einnig verið leiðandi í framleiðslu á rafmangsvögnum. Félagið hefur framleitt þúsundir slíkra vagna sem verið hafa í akstri í yfir áratug í Kína og ramfangsvagnar frá Yutong eru einnig í verkefnum í París Frakklandi og í Póllandi.

Í tilkynningu er haft eftir Úlfari Björnssyni, stjórnarformanni Yutong Eurobus ehf., að það væri einkar ánægjulegt ef Ísland yrði einnig leiðandi land í að taka upp umhverfisvænar samgöngur. „Við bíðum spenntir eftir niðurstöðum frá Strætó bs. þar sem verið er að meta tilboðið og aðra þætti sem því tengjast,“ er haft eftir Úlfari.

Í útboðinu bárust tilboð frá Hópbifreiðum Kynnisferða, BL ehf., Yutong Eurobus ehf., og Aflvélum ehf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK