Kaffitársgögnin „athyglisverð“

Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffi- társ.
Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffi- társ. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, hefur farið lauslega yfir gögnin sem hún fékk afhent samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá Isavia og segir ýmislegt athyglisvert í þeim. Hún segir það hafa verið mikið spennufall að fá gögnin loks í hendur.

Gögnin eru frá samkeppni um verslunarrými í Leifsstöð sem var haldin árið 2014. Kaffitár hafði verið með kaffihús í flugstöðinni í mörg ár en var neitað um áframhaldandi rekstrarleyfi eftir samkeppnina. Fyrirtækið fékk engan rökstuðning fyrir ákvörðuninni og leitaði því eftir gögnum til að fá skýringu. Sjö úrskurðum og tveggja ára baráttu síðar afhenti Isavia loks gögnin á föstudag.

Forvalsgögnin vantar

Isavia var þá einnig veittur vikufrestur til að skila frekari gögnum ef eitthvað skyldi vanta. Mun Aðalheiður fara betur yfir málið í vikunni ásamt lögmönnum sínum og skila af sér beiðni að því loknu. Við fyrstu skoðun var þó strax ljóst að forvalsgögnin vantaði, þ.e. gögnin frá fyrsta stigi samkeppninnar, sem Kaffitár komst í gegnum. Ætlar hún að óska eftir þeim.

Spurð hvort eitthvað hafi vakið spurningar við fyrstu yfirferð segir Aðalheiður að þetta sé „mjög sérstakt og athyglisvert“. Valið á fyrirtækjum í verslunarrýmið byggði á einkunn sem var samsett af ýmsum þáttum. Aðalheiður segir einkunn Kaffitárs í samanburði við einkunnir annarra fyrirtækja mjög sérstaka og nefnir sem dæmi þáttinn er byggði á boði um veltutengda leigu.

Gögnin varða útboð á verslunarrými í Leifsstöð.
Gögnin varða útboð á verslunarrými í Leifsstöð. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Spurð hvort dæmi séu um að fyrirtæki hafi boðið minna en Kaffitár í veltutengda leigu svarar Aðalheiður játandi. Sá liður gilti að vísu einungis þrjátíu prósent af heildarútboðinu og höfðu aðrir huglægari þættir einnig áhrif á niðurstöðuna. 

Segir Aðalheiður því nauðsynlegt að fá til sín óháða aðila til að meta hvort niðurstaðan geti talist eðlileg þegar litið hefur verið til allra þátta. „Einkunnagjöfin er a.m.k. mjög skrýtin. Ég get alveg sagt það,“ segir hún. Þegar farið hefur verið betur yfir gögnin og mat lagt á þau verður skýrara hvort Kaffitár muni grípa til einhverra aðgerða í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK