Hátt settur bankamaður handtekinn

AFP

Hátt settur framkvæmdastjóri hjá breska bankanum HSBC var í dag handtekinn í New York vegna gruns um að hafa tekið þátt í að hagræða vöxtum á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum.

Maðurinn, Mark Johnson, er framkvæmdastjóri gjaldeyrisviðskipta hjá bankanum og starfar í Lundúnum. Hann var handtekinn á John F. Kennedy-flugvellinum í New York í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins.

HSBC var einn sex banka sem bresk og bandarísk stjórnvöld sektuðu í nóvember 2014 vegna þeirrar háttsemi verðbréfasala bankanna að leggja saman á ráðin og hagræða vöxtum í gjaldeyrisviðskiptum, til tjóns fyrir aðra markaðsaðila.

Búist er við því að Johnson verði leiddur fyrir dómara í Brooklyn síðar í dag, að því er fram kemur í frétt Bloomberg, sem greindi fyrst frá málinu.

Forsvarsmenn HSBC greindu frá því í ágúst í fyrra að þeir hefðu sett til hliðar 1,3 milljarða Bandaríkjadala til þess að mæta mögulegum sektargreiðslum vegna hneykslisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK