Tífalt fleiri leituðu að hótelum

Íslendingar voru öflugir í Frakklandi í sumar.
Íslendingar voru öflugir í Frakklandi í sumar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslendingar vöktu ekki bara eftirtekt á fótboltavellinum meðan á EM í Frakklandi stóð. Þeir virðast einnig hafa átt ötulasta stuðningsfólkið því aukning hóteleftirspurnar íslenskra stuðningsmanna var næstum tvöfalt meiri en allra annarra þjóða samkvæmt Hotels.com sem mældi eftirspurn stuðningsmanna fyrir átta liða úrslitin. Næstir í röðinni voru áhangendur Wales og Pólverjar voru í þriðja sæti.

Í tilkynningu segir að Íslendingar hafi nýtt sér Hotels.com í miklum mæli meðan á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi stóð. Leitum Íslendinga að hótelherbergjum í Frakklandi fjölgaði um hvorki meira né minna en 960% frá fyrra ári þegar bornar eru saman sömu vikur. Mest var aukningin dagana 22. til 28. júní, þegar Ísland spilaði við Austurríki og England, en þá ríflega sextánfölduðust leitirnar að hótelherbergjum milli ára.

Höfuðborgin París var sú vinsælasta í leitum Íslendinga meðan á keppninni stóð, enda spilaði Ísland tvo af fimm leikjum sínum í keppninni þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK