EasyJet varar við erfiðum tímum

Carolyn McCall, forstjóri easyJet.
Carolyn McCall, forstjóri easyJet. AFP

Forstjóri easyJet telur að flugfélög standi frammi fyrir einhverju versta tímabili sem sést hefur í langan tíma og vísar hryðjuverkaógnar og ákvörðunar Breta um að yfirgefa Evrópusambandið.

Carolyn McCall segir gengisfall pundsins eftir Brexit hafa kostað easyJet um fjörtíu milljónir punda, eða um 6,5 milljarða króna. Tekjur easyJet á síðasta ársfjórðungi drógust saman um 2,6 prósentustig og námu um 1,2 milljörðum punda. Þá drógust tekjur á hvert sæti saman um 8,3 prósentustig. Að sögn McCall mun fyrirtækið þó ekki draga saman seglin og býst hún við áframhaldandi vexti í Bretlandi. 

McCall segir marga ytri áhrifaþætti spila inn í rekstur flugfélaga um þessar mundir og nefnir hún Brexit, gengisfall pundsins, veðurofsa víða um heim og nýlegar hryðjuverkaárásir. Telur hún erfiða tíma framundan í geiranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK