Margir hafa sýnt Nova áhuga

Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova og á meðal eigenda.
Liv Bergþórsdóttir er forstjóri Nova og á meðal eigenda. mbl.is/Golli

„Menn eru hinir rólegustu, gangur málsins er í samræmi við upphaflega áætlun, enda alltaf ljóst að svo stór viðskipti yrðu ekki kláruð á einum degi,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir hjá Novator um sölu á símafélaginu Nova.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í byrjun maí hefur Novator falið fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka að selja fyrirtækið. Var gert ráð fyrir að söluferlið tæki 2 til 3 mánuði og að heildarvirði félagsins væri ekki undir 15 milljörðum króna.

„Það er óhætt að segja að félaginu hefur verið sýndur mikill áhugi, eins og búast mátti við. Því miður er ekki hægt að upplýsa nánar um hverjir hafa komið þar að,“ segir Ragnhildur.

Í ársreikningi Nova fyrir 2015 kemur fram að tekjur félagsins voru rúmir 7,5 milljarðar á síðasta ári. Rekstrargjöld námu rúmum 5,5 milljörðum og EBITDA-framlegð nam rúmum 2 milljörðum. Hagnaður félagins var tæplega 1,2 milljarðar eftir skatta.

Í heild voru fastafjármunir Nova í árslok tæpir 2,8 milljarðar og veltufjármunir 2,3 milljarðar. Skuldir félagins námu rúmum 1,4 milljörðum og eru þær að langmestu leyti skammtímaskuldir.

Í ársreikningnum kemur fram að hluthafar Nova eru aðilar tengdir Novator með tæp 93% hlutafjár og starfsmenn Nova með 7%. Eigið fé Nova var um áramótin 3,7 milljarðar króna.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK