11,8% verðlækkun á fötum og skóm

Verðlag lækkaði í júlí.
Verðlag lækkaði í júlí. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,32% í júlí og án húsnæðis lækkaði hún um 0,55%. Matur hækkaði þó um 1% í verði en sumarútsölur sem víða hafa verið í gangi höfðu mikil áhrif þar sem verð á fatnaði og skóm lækkað um 11,8%

Hagstofa Íslands greinir frá þessu. Á sama tíma lækkuðu hreinlætis og snyrtivörur í verði um 6,7%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,7% og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 13,5%. 

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,1% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 0,6%.

Þetta er nokkurn veginn í samræmi við spár greiningaraðila sem höfðu gert ráð fyrir verðlagslækkun í júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK