Framleiðsla dregst saman vegna Brexit

AFP

Framleiðsla hefur dregist verulega saman í Bretlandi eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní síðastliðinn að segja skilið við Evrópusambandið. Hefur framleiðslan ekki verið eins lítil í sjö ár.

Framleiðsluvísitala fyrirtækisins Markit, PMI, lækkaði í 47,7 í júlímánuði og hefur ekki verið eins lág frá því í apríl árið 2009. Ef vísitalan fer undir fimmtíu stig þýðir það að samdráttur eigi sér stað.

Umsvifin drógust saman í bæði framleiðslu- og þjónustugeiranum.

Útflutningur jókst hins vegar, vegna gengislækkunar sterlingspundsins.

Chris Williamson, aðalhagfræðingur Markit, segir að rekja megi samdráttinn að mestu leyti til yfirvofandi brotthvarfs Breta úr Evrópusambandinu. Jafnvel megi búast við áframhaldandi samdrætti, allavega til styttri tíma.

Hann segir að breska hagkerfið gæti dragast saman um 0,4 prósentustig á þriðja fjórðungi ársins, en það velti þó á ýmsu.

Samuel Tombs, aðalhagfræðingur Pantheon Macroeconomics, segir að tölurnar sýni að niðursveifla sé í bresku efnahagslífi. Hann býst þó við að traust og tiltrú fjárfesta komi til með að aukast á komandi mánuðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK