Hagnaður Festi jókst um 47%

Festi á meðal annars Krónuna.
Festi á meðal annars Krónuna. mbl.is/Hjörtur

Festi ehf., sem er móðurfélag Krónunnar, Elko, Krónunnar, Kjarvals og Intersport, seldi vörur fyrir 35,7 milljarða króna á síðasta ári og er það 7,3% aukning milli ára. Hagnaður jókst um 47% og nam tæplega 1,5 milljörðum króna samanborið við rúman milljarð á síðasta ári.

EBITDA félagsins (án einskiptis hagnaðar af sölu fasteignar) nam 3,26 milljörðum sem er bati um 27%. Heildareignir félagsins eru 35,2 milljarðar og eigið fé Festi er 11,3 milljarðar eða 32,2%. Arðsemi eigin fjár er 15%.

Festi ehf. á einnig Festi Fasteignir sem rekur um 80.000 fermetra af fasteignum. Útleiguhlutfall er 97,8%.

Félagið hóf starfsemi sína í mars 2014 og hefur á þeim tíma unnið í verulegum breytingum á starfsemi félagins. Hefur fjórum Nóatúnsverslunum verið breytt í Krónu og í tilkynningu segir að verð á yfir 1.000 vörum hafi verið lækkað í öllum Kjarvalsverslunum á landsbyggðinni. Þá hafi verð á raftækjum lækkað um rúm 17% í kjölfar tollabreytinga og áherslubreytinga Elko.

Hluthafar í Festi eru um þrjátíu talsins, bæði einkafjárfestar, fjárfestingasjóðir, fyrirtæki og lífeyrissjóðir. Stjórnarformaður Festi er Hreggviður Jónsson og forstjóri félagsins er Jón Björnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK