Laun hækkuðu í júlí

Laun hafa hækkað um 12,5% á síðastliðnum 12 mánuðum.
Laun hafa hækkað um 12,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. mbl.is/Styrmir Kári

Launavísitalan hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði en á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitalan hækkað um 12,5%.

Hagstofa Íslands greinir frá þessu.

Þá hækkaði vísitala kaupmáttar launa um 1,3% frá fyrri mánuði og nemur hækkun síðustu tólf mánaða alls 10,7%.

Í vísitölunni gætir m.a. áhrifa kjarasamningsbundinna hækkana í samningum ríkis og sveitarfélaga við aðildarfélög Alþýðusambands Íslands, BSRB og Bandalags háskólamanna. Launavísitala er verðvísitala sem byggist á gögnum úr launarannsókn Hagstofu Íslands og sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK