Spáir 2,9% hagvexti á Spáni

Luis de Guindos, efnahagsráðherra Spánar.
Luis de Guindos, efnahagsráðherra Spánar. AFP

Spænska hagkerfið gæti vaxið um 2,9 prósentustig á þessu ári, að sögn Luis de Guindos, starfandi efnahagsráðherra landsins. Opinberar spár gera ráð fyrir 2,7% hagvexti í ár.

Hann segir þó að útlitið fyrir næsta ár sé ekki eins bjart, enda sé þá spáð lægri hagvexti í heimshagkerfinu.

de Guindos er staddur á fundi fjármálaráðherra G-20 ríkjanna sem fer nú fram í kínversku borginni Chengdu.

Hann benti á að hægagangur væri á evrusvæðinu sem gæti haft áhrif á hagvaxtartölur á Spáni. Spænsk stjórnvöld spá 2,4% hagvexti í landinu á næsta ári.

Ekki hefur tekist að mynda nýja og starfhæfa ríkisstjórn í landinu þrátt fyrir að tvennar þingkosningar hafi farið fram undanfarna mánuði.

Lýðflokk­ur Mariano Rajoy, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, fór með sig­ur af hólmi í þing­kosn­ing­un­um í júní. Niðurstaðan hrófl­aði þó lítið við þrá­tefl­inu sem hef­ur verið uppi frá því að kosið var í desember.

Hvorki gekk né rak að mynda nýja rík­is­stjórn á Spáni eft­ir þing­kosn­ing­ar sem fóru fram í lok síðasta árs. Því þurfti að boða til nýrra kosn­inga og hlaut íhalds­sami flokk­ur Rajoy flest þing­sæti líkt og áður, án þess þó að ná hrein­um meiri­hluta. Flokk­ur­inn bætti við sig fimmtán þingmönnum frá því í des­em­ber. Sósí­al­ist­ar hlutu næst­flest þing­sæti en töpuðu lít­il­lega líkt og hinir flokkarn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK