Brexit hefur neikvæð áhrif á Ryanair

Talið er að útganga Breta úr Evrópusambandinu geti haft neikvæð …
Talið er að útganga Breta úr Evrópusambandinu geti haft neikvæð áhrif á rekstur írska flugfélagsins Ryanair. AFP

Hagnaður írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair jókst lítillega á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins en varað er við því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) geti haft neikvæð áhrif á rekstur félagsins.

Hagnaður fyrir skatta jókst um 4% á tímabilinu apríl til loka júní miðað við sama tímabil í fyrra. Nam hagnaðurinn 256 milljónum evra, sem svarar til 34,5 milljarða króna. Í fréttatilkynningu frá Ryanair kemur fram að tekjur félagsins hafi numið 1,68 milljörðum evra sem er 2% aukning frá sama tímabili í fyrra. 

Fram kemur í tilkynningu að óstöðugleiki á markaði, meðal annars vegna ítrekaðra verkfalla flugumferðarstjóra og aukinnar hættu af hryðjuverkum, hafi haft áhrif á reksturinn. Jafnframt hafi veiking breska pundsins eftir Brexit-atkvæðagreiðsluna haft áhrif. 

Ákvörðun sem olli vonbrigðum

Þjóðaratkvæðagreiðsla Breta nýverið þar sem samþykkt var að yfirgefa Evrópusambandið kom stjórnendum Ryanair á óvart og olli jafnframt vonbrigðum. Þeir eigi von á að þetta þýði tímabil þar sem bæði pólitískur sem og fjárhagslegur óstöðugleiki muni ráða ríkjum bæði í Bretlandi og ESB. Þessi óstöðugleiki muni valda skaða hvort sem horft er til hagvaxtar eða væntinga neytenda, segir enn fremur í tilkynningu frá Ryanair.

Vegna Brexit ætlar Ryanair að færa áherslur í rekstrinum frá breskum flugvöllum á aðra flugvelli í Evrópu á næstu tveimur árum. Strax í vetur verður dregið úr flugferðum um Stansted-flugvöll í Lundúnum, það er flugferðum verður fækkað en ekki verður hætt við neina áætlunarstaði.

Áætlanir Ryanair fyrir rekstrarárið í heild, 1. apríl 2016–31. mars 2017, gera ráð fyrir 12% aukningu hagnaðar og hann nemi 1,375–1,425 milljörðum evra. Varað er við því að ekki sé ljóst hvort áætlanir standist vegna Brexit.

Forstjóri og stofandi Ryanair, Michael O'Leary.
Forstjóri og stofandi Ryanair, Michael O'Leary. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK