DKNY selt fyrir 80 milljarða

Fyrirsætur á tískusýningu Donna Karan í New York.
Fyrirsætur á tískusýningu Donna Karan í New York. AFP

Franska lúxusvörufyrirtækið Louis Vuitton Moët Hennessy hefur ákveðið að selja tískuvörumerkið DKNY fyrir um 650 milljónir dala, sem jafngildir um 79,5 milljörðum íslenskra króna.

Kaupandinn er bandaríska fyrirtækið G-III Apparel.

Þetta er aðeins í annað sinn í um þrjá áratugi sem franska fyrirtækið, sem er ein stærsta tískusamstæða heims, selur vörumerki. Fyrirtækið á vörumerki á borð við Christian Dior, Kenzo og Sephora og hefur verið leiðandi á lúxusvörumarkaðinum í fjöldamörg ár.

Talið er að kaup G-III á Donna Karan International gangi í gegn síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs.

Höfuðstöðvar G-III eru í New York í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er meðal annars þekkt fyrir Bass-skólínuna og Vilebrequin-fatalínuna. Það hyggst með kaupunum á DKNY auka umsvif sín á fleiri mörkuðum, sér í lagi lúxusvörumarkaðinum. Kaupin verða fjármögnuð með lánsfé.

Tískuhönnuðurinn Donna Karan stofnaði DKNY árið 1984, einmitt í New York. Hún hætti hjá fyrirtækinu í fyrra og ákvað þess í stað að einbeita sér að Urban Zen-línunni sinni.

Louis Vuitton Moët Hennessy keypti Donna Karan árið 2001 fyrir yfir 200 milljónir dala.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK