Dróni kom upp um skattalagabrot

Dróna má nýta til ýmissa hluta, meðal annars til að …
Dróna má nýta til ýmissa hluta, meðal annars til að uppræta skattalagabrot. AFP

Spænsk skattyfirvöld hafa tekið í notkun dróna- og gervihnattamyndir til þess að rannsaka möguleg skattalagabrot. Eru loftmyndir notaðar til að skoða hvort gefnar hafa verið upp upplýsingar um viðbyggingar eða nýbyggingar við heimili fólks.

Talið er að alls hafi rannsóknin með drónunum og gervihnattamyndunum skilað um 1,4 milljörðum evra í ríkissjóð. Rannsóknin hófst árið 2014.

Dæmi voru um að ný hús hafi verið reist án þess að þau væru gefin upp á skattskýrslum eigendanna. Flest brotin áttu sér stað í Andalúsíuhéraðinu, þar á eftir komu Galicia- og Castilla y León-héröðin. 

„Fyrir hverja evru sem lögð var í rannsóknina endurheimtust 16 evrur,“ sagði talsmaður spænska skattrannsóknarstjórans í samtali við dagblaðið El Mundo. Í heildina kostaði rannsóknin 80 milljónir evra og stendur hún enn yfir.

Sjá frétt The Local.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK