Frá Icelandair til Flugfélags Íslands

Flugfélag Íslands. Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.
Flugfélag Íslands. Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmundur Óskarsson hefur verið ráðinn til Flugfélags Íslands þar sem hann verður ábyrgur fyrir sölu- og markaðsmálum. Frá þessu greinir á vef Túrista en síðastliðin átta ár hefur Guðmundur gegnt stöðu forstöðumanns sölu- og markaðsmála Icelandair. Áður hafði hann starfað sem markaðsstjóri fyrirtækisins í Skandinavíu í tvö ár og þar á undan gegnt sömu stöðu gagnvart Mið-Evrópu í jafnlangan tíma.

Í samtali við Túrista segir Guðmundur að nú hafi verið góður tímapunktur til að breyta til.

„Ég er búinn að vera í núverandi starfi hjá Icelandair síðan 2008, það eru tímamót hjá Flugfélagi Íslands með innleiðingu nýrra véla og breyttri þjónustu og ég hef áhuga á að taka þátt í þeim breytingum ásamt nýjum áskorunum.“

Bombardier Q200 vél frá Flugfélagi Íslands á Egilsstaðaflugvelli.
Bombardier Q200 vél frá Flugfélagi Íslands á Egilsstaðaflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Guðmundur Óskarsson.
Guðmundur Óskarsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK